Fullt hús á opnu húsi
Húsfyllir var á opnu húsi hjá okkur á dögunum þar sem að vinir, fjölskylda, samstarfsaðilar og velunnarar sóttu okkur heim, nutu léttra veitinga og skoðuðu sig um. Gestirnir létu vel að aðstöðunni og margir komu færandi hendi með gjafir og góð orð. Við erum afar þakklát öllum sem komu og glöddust með okkur og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi fyllt okkur af stolti og bjartsýni og við hlökkum til þess sem koma skal.