Seigla verður til

Stofnfundur Seiglu Sjúkraþjálfunar var haldinn sunnudaginn 28. maí 2023. Stofnendur og eigendur Seiglu eru fjórir af reyndustu sjúkraþjálfurum landsins á sviði sjúkraþjálfunar og hjálpartækjamála fólks með alvarlegar skerðingar. Markmið fyrirtækisins er að veita þessum hópi fólks fyrsta flokks þjónustu í nýrri og fullkominni aðstöðu. . Sjúkraþjálfararnir og eigendur Seiglu hafa samtals yfir 60 ára reynslu af þjálfun og ráðgjöf fyrir börn og fullorðna með alvarlegar skerðingar og óhætt að segja að óvíða, ef einhversstaðar, sé sambærileg þekking og reynsla til staðar á einum stað hérlendis. Framtíðin er björt og spennandi tímar framundan.

Previous
Previous

Seigla eignast heimili