Seigla eignast heimili

Leitin að hentugu húsnæði tók enda nú á dögunum þegar Seigla skrifaði undir leigusamning á björtu og rúmgóðu húsnæði á jarðhæð á Reykjavíkurvegi 74. Um er að ræða 525 fm afar bjart og nýlega uppgert húsnæði sem hentar fullkomlega undir starfsemina eftir smávægilegar breytingar. Aðgengi fyrir skjólstæðinga okkar er afar gott, tvö fatlaðra stæði beint fyrir framan inngang með greiðri leið án gangstéttakanta og þröskulda alla leið inn í rúmgóða biðstofu og þaðan inn í meðferðasal og tækjasal. Hljóðvist er afar góð og birta frá gólfsíðum gluggum á bæði norður og suður hlið. Framundan er vinna við breytingar á húsnæðinu, kaup á nauðsynlegum tækjum og búnaði ásamt umsóknum um nauðsynleg leyfi til starfseminnar og ef allt fer sem horfir verður allt tilbúið til að taka á móti fólkinu okkar í frábærri aðstöðu í lok sumars.

Previous
Previous

Framkvæmdir hefjast

Next
Next

Seigla verður til