Framkvæmdir hefjast
Frábært aðgengi er fyrir hjólastóla í nýja húsnæðinu okkar og nærri jafn gott fyrir skæralyftur.
Nú eru framkvæmdir við breytingar á Reykjavíkurveginum hafnar og mikill hugur í okkur að gera allt tilbúið sem allra fyrst til að geta tekið á móti fólki strax í lok sumars. Útbúa þarf skrifstofuaðstöðu og biðstofu, setja upp vaska og sturtuaðstöðu og koma fyrir tækjum, bekkjum og öðrum búnaði sem eru ýmist í pöntun á leið til landsins eða þegar í okkar vörslu. Einnig þarf að koma upp meðferðar rýmum sem ætlunin er að leigja út til öflugra sjúkraþjálfara sem ætla að starfa með okkur með eigin rekstur á Reykjavíkurveginum, enda aðstaðan og staðsetningin fyrsta flokks. Það er mikill hugur í okkur og okkar fólki og nú látum við hendur standa fram úr ermum.