Markmið okkar

Markmið Seiglu er að auka lífsgæði þjónustunotenda sinna með því að bæta og viðhalda heilsu og styðja fólk til aukinnar færni og sjálfsbjargar. Tilgangur meðferðarinnar er að fyrirbyggja afleiddar skerðingar og frekari fötlun. Þjónustunotendur hafa í flestum tilfellum þörf fyrir langtíma meðferð og leggjum við því áherslu á samvinnu við aðstandendur, heimili og aðstoðarfólk. Við eigum einnig í samskiptum við aðra fagaðila eftir þörfum og atvikum.

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir meðal annars:

“Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn þess. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn og árangursrík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum.”