• Þjálfun

    Seigla er einkarekin sjúkraþjálfunarstofa sem sérhæfir sig í þjónustu við einstaklinga með fjölþættar skerðingar. Seigla þjónustar alla aldurshópa, bæði börn og fullorðna. Stofnendur stofunnar eru sjúkraþjálfarar með mikla reynslu í þjálfun einstaklinga með margvíslegar skerðingar.

  • Hjálpartæki

    Sjúkraþjálfarar Seiglu hafa mikla reynslu á sviði hjálpartækja. Í samvinnu við þjónustunotendur og aðstoðarfólk metum við þörf einstaklingsins fyrir hjálpartæki og ráðleggjum um val og notkun. Sérsmíði og aðlögun hjálpartækja er unnin í náinni samvinnu við aðra sérfræðinga á þessu sviði, m.a. stoðtækjafræðinga og stoðtækjasmiði.

  • Ráðgjöf

    Sjúkraþjálfarar Seiglu veita eftir þörfum og óskum ráðgjöf varðandi stöðustjórnun, hjálpartæki og fleira til þjónustunotenda, heimila, aðstandenda og aðstoðarfólks. Leitast er við að öll ráðgjöf sé einstaklingsmiðuð og þarfir og aðstæður hvers og eins eru hafðar að leiðarljósi.