Einstakur hópur reynslumikilla sjúkraþjálfara

Að Seiglu sjúkraþjálfun stendur stærsti sérhæfði hópur sjúkraþjálfara á sviði sjúkraþjálfunar og hjálpartækja fyrir einstaklinga með fjölþættar skerðingar. Fyrirtækið er í eigu fjögurra sjúkraþjálfara sem samanlagt hafa hátt í 70 ára reynslu af sjúkraþjálfun og hjálpartækjamálum þessa hóps skjólstæðinga, jafnt barna sem fullorðinna.

Erla Björk Jónsdóttir Sjúkraþjálfari

Erla Björk Jónsdóttir

erla@seiglasjukrathjalfun.is - 547-9991

Erla er sjúkraþjálfari og ein af stofnendum Seiglu. Erla útskrifaðist með BS próf í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2009 og hefur frá útskrift unnið með fólki með margvíslegar fatlanir og skerðingar. Erla hefur mikla reynslu af sjúkraþjálfun og endurhæfingu barna og unglinga.

Starfsferill

  • 2009-2023 Sjúkraþjálfari hjá Endurhæfingu-þekkingarsetri.

Margrét Jónsdóttir

margret@seiglasjukrathjalfun.is - 547-9992

Margrét er sjúkraþjálfari og ein af stofnendum Seiglu. Margrét útskrifaðist með BS próf í íþróttafræðum frá Háskóla Íslands árið 2004 og BS próf í sjúkraþjálfun frá Professionshöjskolen Metropol árið 2010. Margrét hefur unnið mikið með fólki með margvíslegar fatlanir og skerðingar og hefur mikla reynslu af sjúkraþjálfun barna og unglinga.

Starfsferill

  • 2018-2023 sjúkraþjálfari hjá Afl ehf.

  • 2012-2018 sjúkraþjálfari hjá Endurhæfingu-þekkingarsetri.

  • 2011-2012 sjúkraþjálfari hjá Bati sjúkraþjálfun.

  • 2010-2011 sjúkraþjálfari hjá Forebyggelsescentret sundhedshus Vesterbro.

Una Birna Guðjónsdóttir

una@seiglasjukrathjalfun.is - 547-9994

Una er sjúkraþjálfari og ein af stofnendum Seiglu. Una útskrifaðist með BS próf í sjúkraþjálfun frá HÍ árið 1995. Árið 2001 var Una í árs starfsnámi hjá Stofnun Önnu Deveny í Ungverjalandi. Una hefur unnið mikið með fólki með margvíslegar fatlanir og skerðingar og hefur mikla reynslu af sjúkraþjálfun barna og unglinga.

Starfsferill

  • 2008-2023 sjúkraþjálfari hjá Endurhæfingu-þekkingarsetri.

  • 1995-2010 sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur og Garðabæjar.

Berglind Ösp Eyjólfsdóttir

berglind@seiglasjukrathjalfun.is - 547-9993

Berglind er sjúkraþjálfari og ein af stofnendum Seiglu. Berglind útskrifaðist með BS próf í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2012 og hefur frá útskrift unnið með fólki með margvíslegar fatlanir og skerðingar.

 Starfsferill

  • 2014-2023 Sjúkraþjálfari hjá Endurhæfingu-þekkingarsetri.

  • 2013-2015 Sjúkraþjálfari á MT stofunni.

  • 2012-2013 Sjúkraþjálfari á MS setrinu.